Umsagnir IV

Í mati á náminu Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hafa fyrrum nemendur meðal annars verið spurðir: „Hvað annað viltu segja um námið?“ Svör þeirra hafa meðal annars verið:

  • Fyrirkomulagið er mjög gott, hentar vel með vinnu.
  • Mjög glaður með þá reynslu og þekkingu sem námið hefur fært mér og mun nýtast mér bæði í leik og starfi.
  • Afbragðs kennarar sem vilja allt fyrir mann gera.
  • Ögrandi námsefni sem á jákvæðan hátt sem fer með mann aftur og aftur út fyrir þægindahringinn.
  • Mjög ánægð með námið, hef lært mikið á skömmum tíma.
  • Hagnýtt nám.
  • Námið hefur byggt mig upp sem einstakling.
  • Hefur hjálpað mér að takast á við persónuleg mál.
  • Hefur eflt sjálfstraust mitt og ég horfi bjartsýnni augum til framtíðarinnar.
  • Mjög gott nám, gott að hafa námskeiðslotur með þessu sniði.
  • Nýtist mér mjög vel í starfi og einkalífi.
  • Frábært nám sem ég er þakklátur fyrir að hafa farið í.
  • Námið á erindi við marga, sérstaklega þá sem taka ákvarðanir og hafa mannaforráð, en einnig alla hina.
  • Námið stóð undir væntingum mínum og ef til vill rúmlega það.
  • Mun nýtast vel í leik og starfi, bæði í hópvinnu, stjórnun, verkefnastjórnun og í samskiptum við aðra.
  • Mjög hagnýtt nám sem nýtist bæði beint á atvinnumarkaði og í daglegu lífi.
  • Mikið efni sem er keyrt á stuttum tíma.
  • Skipulag og kennsluaðferðir mjög góðar.
  • Leiðbeinendur ná vel til nemenda og hafa yfir gríðarmikilli þekkingu og reynslu að ráða sem skilar sér út í kennsluna.
  • Þroskandi og mjög gefandi nám, ég er mjög ánægður með námið.
  • Besta nám sem ég hef tekið þátt í.
  • Mun nýtast mér í leik og starfi.
  • Allt frábært, mjög ánægð með að hafa farið í þetta.
  • Frábært nám. Hefði gjarnan viljað hafa meiri tíma í skólanum og notið frábærrar kennslu lengur.
  • Ákaflega lifandi framsögn leiðbeinenda sem búa yfir yfirburðaþekkingu.
  • Leiðbeinendur miðla áhuga sínum og ástríðu sinni til efnisins milliliðalaust til okkar þátttakenda.
  • Forréttindi að fá að vera með. Þetta er besta og hagnýtasta nám sem ég hef nokkru sinni reynt.
  • Hvílíkir eldhugar!