Umsagnir II
Í mati á náminu Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hafa fyrrum nemendur meðal annars verið spurðir: „Hvað finnst þér síst mæla með náminu?“ Svör þeirra hafa meðal annars verið:
- Of stutt og mjög mikið áhugavert efni.
- Eiginlega ekkert, mér finnst námið mjög skemmtilegt og ég naut mín í því.
- Hefði mátt vera lengra.
- Hefði verið fínt að fá fleiri svipuð námskeið í þetta nám.
- Námið er of stutt og mætti alveg bæta við tímum.
- Kennsluhraðinn er mikill og það er krefjandi í hópi þar sem er fólk á mismunandi aldri með ólíka reynslu.
- Raundæmi sem tengja mann við efni efnið eru mjög góð en stundum koma þau frá nemendum og þá er oft lítill tími til að ræða dæmi sem nefnd eru í samræðum.
- Kennararnir sem standa að þessu námi eru sérdeilis færir og góðir kennarar.
- Maður skynjar samt að þeir hafa mikið að gera svo ekkert má út af bregða.
- Gríðarlega mikið efni þar sem unnið er í þéttri verkefnavinnu.
- Kennslubækurnar eru nokkuð tyrfnar á köflum.
- Mér fannst yfirferðin stundum vera mjög hröð og hefði viljað fara dýpra í efnið.
- Mér fannst verkefnavinnan unnin mjög fljótt.
- Hefði vilja fara dýpra í námsefnið. Myndi gjarnan vilja hafa enn meiri nálægð við kennarana.
- Námið hefði mátt vera enn lengra.
- Það er sama hvað ég reyni að gagnrýna þetta, mér gengur það ekki svo glatt.
- Þeir félagarnir hafa skipulagt og sett saman nám sem er svo magnað að hugurinn fer á flug og breytir hugsun manns.
- Að boðið verði upp á stafræna útgáfu námsbóka frá JPV útgáfu.
- Mætti hafa fleiri kennslustundir svo hægt sé að kafa enn dýpra í námsefnið.
- Mögulega fleiri klukkustundir með leiðbeinendum sem gefa af sér hverja stund og eru óþreytandi og engu skiptir hvort dagur er nýr eða gamall.