Umsagnir nemenda I

Í mati á náminu Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hafa fyrrum nemendur meðal annars verið spurðir: „Hvað finnst þér mæla með náminu?“ Svör þeirra hafa meðal annars verið:

  • Námið er mjög hagnýtt og gefur góða yfirsýn yfir alla helstu þætti verkefnastjórnunar og leiðtogaþjálfunar.
  • Námsgögn voru afbragðsgóð og frammistaða kennara frábær.
  • Aðstaðan er til fyrirmyndar.
  • Kennararnir gjörþekkja námsefnið og miðla því af ástríðu og draga mann með sér.
  • Hver mínúta áhugaverð. Námsefnið var vel sett fram.
  • Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt nám.
  • Afburðagóðir kennarar sem koma sínu vel til skila. Kennararnir fá tíu í einkunn.
  • Námið er vel uppbyggt og allir þættir jafnmikilvægir.
  • Mjög hagnýtt nám.
  • Áhugi og þekking kennaranna á því efni sem þeir voru að kenna hverju sinni er til fyrirmyndar.
  • Viðmót og þjónusta stuðningsaðila við námið var mjög gott.
  • Skipulag kennaranna var áberandi glæsilegt og formfast.
  • Hver kennari sýndi á sinn hátt skilvirkni með þekkingu sinni og getu.
  • Leiðbeinendur voru lifandi og skemmtilegir og komu sínu til skila með óvenjulegum hætti.
  • Þeir nálguðust efnið á persónulegan hátt og gerðu það auðskiljanlegt.
  • Einnig var gríðarlega gott að hafa bækurnar eftir þá sér til aðstoðar.
  • Kennararnir fá mína bestu einkunn fyrir skipulagningu og elju.
  • Kennararnir eru frábærir og leiðbeina einstaklega vel og skipulega.
  • Mjög praktískt og áhugavert.
  • Mjög flottir kennarar sem eiga hrós skilið.
  • Í heildina er námið mjög gott og nýtist mér vel.
  • Þetta er kennt af mögnuðu teymi sem hefur merkilega nálgun á leiðtogahlutverið og á verkefnaskipulag nútímans.
  • Ef maður tekur þetta til sín þá mun maður ná árangri í samskiptum og verða skilvirkari.
  • Ég er bara alsæl með námið og mjög ánægð með kennsluna.
  • Frábærir kennarar.
  • Þeir eru frábærir í framsögn og krydda námið með frábærum dæmisögum úr atvinnulífinu.
  • Góð hópverkefni.
  • Góð kennsla.
  • Námsefnið er mjög vandað og frammistaða kennara frábær.
  • Markviss framsetning og jákvæð nálgun.
  • Lifandi og skemmtilega framsett með góðum æfingum.
  • Góð tenging við raunveruleikann með lýsandi dæmum.
  • Námskeiðin hitta beint í mark hjá mér.
  • Tekur einmitt á þáttum sem ég hef verið að skoða og velta fyrir mér í minni eigin vinnu.
  • Samnemendur mjög góðir og kennarnir frábærir að mínu mati.
  • Mér fannst framsetning kennslunnar frábær, mikill metnaður lagður í efnið.
  • Allt efni er á íslensku finnst mér mikill kostur.
  • Kennararnir voru frábærir.
  • Útgefnar bækur sem tengjast náminu ná vel yfir námsefnið, eru skipulagðar og góðar til notkunar á námskeiðinu.
  • Góðir gestafyrirlesarar.
  • Fjölbreyttur hópur nemenda. Bestu þakkir.