Umsagnir III
Í mati á náminu Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hafa fyrrum nemendur meðal annars verið spurðir: „Hvað hefur þú helst lært í náminu?“ Svör þeirra hafa meðal annars verið:
- Agaðri vinnubrögð.
- Fengið aukið sjálfsöryggi og sjálfstraust.
- Að vera sterkari í samskiptum og kunnáttu í stefnumótun. Hefur gert mig færari um að skynja og skilja sjálfan mig og aðra.
- Að skilja sjónarmið annarra, setja mig í spor annarra, og aukið færni mína í mannlegum samskiptum.
- Námið hefur aukið skilning minn á gildi formlegs skipulags og skerpt sýn mína á notkun gagnlegra skipulagsforrita.
- Sjálfstraust.
- Hefur undirstrikað það sem ég kann og bætt við þekkingu mína.
- Öguð vinnubrögð.
- Ég lærði mikið um tilfinningar og áhrif þeirra, þessi kunnátta á eftir að nýtast mér vel.
- Ég hef lært mjög mikið um stefnumótun og verkskipulag, einkum hversu mikilvægt gott skipulag er fyrir verkefni.
- Æfingar tengdu mann við námsefnið.
- Ég lærði margt um samskipti og skipulag.
- Skilning á sjálfum mér og um stefnuleysi mitt og annarra.
- Það sem skiptir mig mestu er aukinn samskiptafærni og aukið sjálfstraust.
- Aðferðir í verklagi og samskiptafærni sem mun nýtast mér í starfi og einkalífi.
- Aukna víðsýni.
- Heilmikið, á erfitt með að nefna eitthvað ákveðið.
- Jú, kannski nýja sýn á hvernig nota má hluttekningu.
- Ég tel að allir þættir námsins muni nýtast mér.
- Samskiptafærnin stendur upp úr, annars er þetta allt mjög gott.
- Stefnumótun og skipulagsfærni er hagnýt fyrir dagleg störf mín.
- Gerð verkáætlana.
- Nytsamlegar aðferðir.
- Nýjar aðferðir við að miðla námsefni.
- Frábærlega framsett námsefni af hendi leiðbeinenda.
- Framúrskarandi námsbækur til stuðnings.
- Hver einasta mínúta er nýtt til hins ýtrasta.
- Hver tími færði nýja þekkingu og ný ævintýri.