Um okkur

Eigendur og ráðgjafar Nordica ráðgjafar eru þeir dr. Helgi Þór Ingason og dr. Haukur Ingi Jónasson.
Auk þeirra eru tengiliðir við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri, þau Sigrún Edda og Stefán.

Helgi Þór Ingason

Helgi Þór Ingason

Eigandi og ráðgjafi

Helgi Þór Ingason (f. 1965) er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University. Hann hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager). Helgi Þór er prófessor og forstöðumaður og leiðandi fyrirlesari í MPM-námi við Háskólann í Reykjavík, sem er fjögurra missera meistaranám í verkefnastjórnun. Helgi Þór hefur kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum og í ritrýndum tímaritum. Hann er meðhöfundur átta bóka um verkefnastjórnun, vöruþróun, gæðastjórnun og siðfræði verkefnastjórnunar. Hann er annar tveggja eigenda Nordica ráðgjafar ehf. og starfar þar sem ráðgjafi. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, framkvæmdastjóri SORPU bs og dósent við Háskóla Íslands.  Helgi Þór hlaut heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands árið 2016.

Helstu rannsóknarsvið Helga tengjast verkefnastjórnun og gæðastjórnun. Nánari upplýsingar um Helga Þór má finna hér.

Í frítíma sínum spilar Helgi á píanó og harmónikku, meðal annars með Kólgu og South River Band en einnig við flutning á eigin tónlist en hljómdiskurinn Gamla hverfið með lögum og textum Helga Þórs kom út vorið 2013.

Netfang Helga Þórs er heling@simnet.is

Haukur Ingi Jónasson

Haukur Ingi Jónasson

Eigandi og ráðgjafi

Haukur Ingi Jónasson (f. 1966) lauk cand. theol.-prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands og doktorsgráðu í geðsjúkdómafræðum og trúarbrögðum (Psychiatry and Religion) frá Union Theological Seminary (sem er í samstarfi við Columbia University) í New York. Hann hlaut klíníska þjálfun sem sjúkrahúsprestur á Lennox Hill Hospital/The HealthCare Chaplaincy Inc. og hefur lokið klínísku námi í sálgreiningu frá The Harlem Family Institute í New York. Hann er ásamt Helga Þór Ingasyni höfundur að bókunum Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni og Skipulagsfærni. Haukur starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er ásamt Helga forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við skólann. Hann hefur kennt fjölda námskeiða, meðal annars í Háskóla Íslands, við Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Hann er í rannsóknarsamstarfi við The Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York.

Helstu rannsóknarsvið Hauks eru skipulagsheildarfræði, þróun skipulagsheilda, samskipti, samningagerð, deilustjórnun, aflfræði hópa, sálaraflsfræðilegar kenningar, sálgreining og tengsl hennar við aðra strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og hagnýting hugvísinda í verkvísindalegu samhengi. Hann er annar eigandi Nordica ráðgjafar ehf. og sinnir ráðgjöf á hennar vegum.

Haukur er þekktur sem fyrirlesari bæði á Íslandi og erlendis. Hann er fjallgöngumaður og meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Nánari upplýsingar um Hauk má finna hér: www.academia.edu

Netfang Hauks Inga er haukur@ncg.is

Sigrún Edda Eðvarðsdóttir

Sigrún Edda Eðvarðsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Sigrún Edda (f. 1974) lauk B.A. prófi í Listfræði árið 2006 og M.S. prófi í Mannauðsstjórnun árið 2015,  bæði frá Háskóla Íslands. Sigrún Edda hefur um áratuga bil starfað í tísku- og verslunargeiranum og unnið hjá leiðandi fyrirtækjum á þeim vettvangi. Sigrún býr yfir áralangri reynslu sem stjórnandi og listrænn ráðunautur.

Hún hóf störf hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sumarið 2020.

Netfang Sigrúnar Eddu er sigrunedda@hi.is

Stefán Guðnason

Stefán Guðnason

Símenntunarstjóri Háskólans á Akureyri

Stefán er með M.Sc gráðu í stjórnun frá Háskólanum í Lundi, diplómu í Kennslufræðum frá Háskóla Akureyrar, diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og B.A. í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Stefán starfar sem forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri og sinnir auk þess stundarkennslu á viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Stefán hefur áður starfað sem verkefnastjóri, þjálfari og kennari.

Netfang Stefáns er stefangudna@unak.is