Samskiptafærni
Seinna misseri
36 klukkustundir / 56 kennslustundir
Námskeiðslýsing
Námskeiðið Samskiptafærni fjallar um samskipti innan hópa og teyma. Ólíkar gerðir hópa, teyma og flokka eru skilgreindar og fjallað vítt og breitt um samskipti og samskiptafærni. Rætt er um hvernig öðlast megi raunsanna þekkingu á hópum og setja fram til kenningar um það sem gerist innan þeirra. Fjallað er um hvað það er sem myndar hópa þar með talið um félagsþarfir og félagslegan stuðning og útskýrt er hvað heldur hópum saman og hvernig þeir þróast. Félagsgreind og mikilvægi hennar í stjórnun hópa er skilgreind sem og mikilvægi valds, virðingar og heilinda í hópstarfi. Sérstök áhersla er á að þjálfa þátttakendur í að beita virkri hlustun, tjá tilfinningar í samskiptum og hluttekningu í hópstarfi. Þá eru þátttakendur þjálfaðir í að beita sér markvisst í ákvarðanatöku í hópum og í að taka forystu og sýna af sér ákveðni í hópstarfi. Afraksturinn af námskeiðinu á að vera sá að þátttakendur geti stýrt hópum með árangur að leiðarljósi. Fengið fólk til að taka þátt í hópstarfi og stuðlað að beinum og opnum samskiptum í hópi.
Umsjónarkennari
- Dr. Haukur Ingi Jónasson.
- Gestakennarar sem kynntir verða í námskeiðinu.
- Viðtalstímar í lok kennslustunda eða samkvæmt samkomulagi.
Námsmarkmið:
Við lok námskeiðsins á þátttakandinn að geta:
- Skilgreint hópa, samskipti og samskiptafærni.
- Gert einfaldar rannsóknir á hópum.
- Geta beitt virkri hlustun.
- Skilja hvað myndar hópa.
- Útskýrt félagsþarfir og félagslegan stuðning.
- Útskýrt samloðun og þróun hópa.
- Útskýrt mikilvægi tjáningu tilfinninga í samskiptum og í hópstarfi.
- Skilgreint félagsgreind og mikilvægi hennar í stjórnun hópa.
- Beitt hluttekningu I, II og III.
- Útskýrt mikilvægi valds, virðingar og heilinda í hópstarfi.
- Beitt sér markvisst í ákvarðanatöku í hópum.
- Sýnt af sér forystu og ákveðni í hópstarfi.
- Geta beitt hólmgöngu með uppbyggilegum hætti.
- Stýrt hópum með árangur að leiðarljósi.
- Fengið fólk til þátttaka með sér í hópum.
- Stuðlað að beinum og opnum samskiptum í hópi.
Námsefni
- Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason, Samskiptafærni: Samskipti, hópar og teymisvinna, JPV útgáfa, Reykjavík, 2012.
- Ítarefni er kynnt þátttakendum í námskeiðinu.
- Nemendur fá fyrirlestraslæður afhentar á pdf-formi ýmist fyrir eða eftir kennslu.
- Á Facebook-síðu námskeiðsins er samfélag nemenda sem hafa tekið sambærileg námskeið hjá Nordica ráðgjöf ehf.
Yfirferð námsefnis
Námskeiðið skiptist i 9 lotur:
- Lota 1: Hópar, samskipti og samskiptafærni.
- Lota 2: Rannsóknir á hópum og virk hlustun.
- Lota 3: Rannsóknir á hópum og virk hlustun.
- Lota 4: Samloðun, þróun hópa og tjáning tilfinninga.
- Lota 5: Félagsgreind, stjórnun og hluttekning I og II.
- Lota 6: Vald, virðing og heilindi.
- Lota 7: Ákvarðanataka í hópum og hluttekning III.
- Lota 8: Forysta, ákveðni og hólmganga.
- Lota 9: Árangur, þátttaka og opin samskipti.

Kennslufyrirkomulag
- Í fyrirlestrum verður námsmarkmiðum hverrar lotu lýst, hugtök og kenningar útskýrð og efnið auðgað og heimfært í fyrirlestrum, með dæmum, æfingum, sögum og öðru sem skerpir skilning nemenda á námsefninu.
- Lögð er rík áhersla á að nemendur komi lesnir í tíma!
- Kennari mun ekki endilega fara yfir lesefni heldur bæta það upp með eigin aðferð.
- Tekist er á við verkefni sem gagnast til að dýpka skilning nemenda á eðli samskiptafræða.
- Áhersla er lögð á að skoða hvernig nemandinn sjálfur er breyta í þeirri jöfnu sem hópar og skipulagsheildir (félög, fyrirtæki, stofnanir og samfélagseiningar) mynda.
Námsmat, próf og verkefni
Gefið er staðið/fallið fyrir námskeiðið. Við mat á árangri er stuðst við eftirfarandi þætti:
Þátttakendum er bent á að kynna sér vel viðmið Nordica ráðgjafar í námsmati hér.
Krossapróf úr efni námskeiðsins:
Í lok námskeiðsins er lagt fyrir tveggja klukkustunda langt krossapróf. Spurt er bæði um efni kennslubókar og um það sem unnið var með í tímum. Nánar um krossaprófið er að finna hér. LINKUR Á www.vogl.is/namsmat
Hópverkefni – Mat þátttakenda hvers á öðrum:
Hver nemandi nýtir sér þá þekkingu sem hann hefur öðlast í námskeiðinu og leggur mat á aðra þátttakendur og skrifar greinargerð þar sem hann veitir samnemendum sínum álit sitt.
Einstaklingsverkefni – Sjálfsmat í samskiptafærni
Hver nemandi skrifar sjálfsmat með tilliti til samskiptafærni sinnar sem skilað er í síðasta tíma námskeiðsins. Nemandinn gefi sér tölulega einkunn og rökstyðji hana á þremur blaðsíðum. Umfang: Þrjár blaðsíður, 12 punkta Times-letur og eitt og hálft línubil.
Lögð er rík áhersla á að nemendur mæti í tíma og séu vel með á nótunum. Enda verða tímarnir áhugaverðir! Til að standast námskeiðið þarf nemandi að mæta að minnsta kosti 75% nema ef um annað er samið við kennara vegna sérstakra aðstæðna. Athugið að tekið er mið af þátttöku í sameiginlegum verkefnum og þátttakandi sem ekki sýnir samstarfi við aðra áhuga mun ekki ljúka námskeiðinu. Mætingalistar ganga um bekkinn í hverjum tíma og þátttakendur merkja við nafn sitt til staðfestingar á viðveru sinni.
Náminu Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun lýkur með D-vottunarprófi sem lagt er fyrir af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands (VSF). Þátttakendur þurfa að standast það próf til að ljúka náminu í heild.
Vinnuálag og einingar
- Námskeiðið Samskiptafærni er hannað eins og það væri 6 ECTS-eininga námskeið í grunnnámi á háskólastigi samkvæmt Bologna-viðmiðunum um æðri menntun. Þannig er reiknað með að hver þátttakandi leggi á sig að minnsta kosti 120 klukkustunda vinnu í námskeiðinu. Miða má við að hver þátttakandi leggi fram 36 klukkustundir í tímasókn, 36 klukkustundir í lestur og persónulega tileinkun námsefnis, og 48 klukkustundir í verkefnavinnu.
- Að námi loknu fá nemendur afhent skírteini ásamt yfirlýsingu frá Nordica ráðgjöf ehf. sem lýsir inntaki námskeiðsins, kröfum og námsmati. Þátttakendur geta sýnt þessi gögn verðandi vinnuveitendum, ráðgjafarfyrirtækjum, og menntastofnunum ef hugur þeirra stendur til framhaldsnáms á þessu sviði.