Leiðtogafærni

Fyrra misseri
36 klukkustundir / 52 kennslustundir

Námskeiðslýsing

Námskeiðið Leiðtogafærni fjallar með hagnýtum hætti um leiðtogafærni hins djúpsæja leiðtoga og ólíka leiðtogastíla og beitingu þeirra. Fjölmargar aðferðir sem stuðla að leiðtogafærni eru kynntar, svo sem persónuleg stefnumótun og dagbókarskrif af ýmsu tagi. Rætt er um eðli sjálfsvitundarinnar, atferli leiðtogans og aðferðir þar sem hugrænum-atferlistengdum aðferðum er beitt til að öðlast sjálfstjórn. Sérstaklega er fjallað um streitu og streitueinkenni og um heilbrigði leiðtogans. Þá er fjallað um ómeðvitaðar tilhneigingar, varnarhætti sjálfsins, sjálfskilning og hagkerfi hugans. Í seinni hluta námskeiðsins er leiðbeint um hvernig leiðtoginn getur beitt skapandi hugsun og hugviti í nýsköpun; beitt siðviti og takið ákvarðanir á grundvelli siðfræðilegrar hugsunar; og beitt verksviti í formi gagnrýninnar hugsunar. Að endingu er allt ofangreind, og reyndar margt fleira því tengt, sett í samhengi og útskýrt hvernig leiðtoginn sker sig úr í samfélaginu.

Umsjónarkennari

Dr. Haukur Ingi Jónasson (Netfang: haukur@ncg.is).
Gestakennarar sem kynntir verða í námskeiðinu.
Viðtalstímar í lok kennslustunda eða samkvæmt samkomulagi.

Námsmarkmið

Við lok námskeiðsins á nemandinn að geta:

  • Útskýrt leiðtogafærni hins djúpsæja leiðtoga.
  • Skilgreint ólíka leiðtogastíla og beitt þeim.
  • Gert persónuleg stefnumótun.
  • Nýtt sér leiðtogadagbókarskrif af ýmsu tagi.
  • Útskýrt eðli sjálfsvitundarinnar og atferli leiðtogans.
  • Beitt margháttuðum aðferðum til að öðlast sjálfstjórn.
  • Geta tekist á við streitu og streitueinkenni.
  • Skilgreint heilbrigði leiðtogans.
  • Greint varnarhætti sjálfsins hjá sjálfum sér og öðrum.
  • Skilgreint hugmyndir um sjálfskilning og hagkerfi hugans.
  • Beitt skapandi hugsun og hugviti í nýsköpun.
  • Beitt siðviti og takið ákvarðanir á grundvelli siðfræðilegrar hugsunar.
  • Beitt verksviti í formi gagnrýninnar hugsunar.
  • Útskýrt hvernig leiðtoginn sker sig úr í samfélaginu.

Námsefni

  • Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason: Leiðtogafærni: Sjálfskilningur, þroski og þróun, JPV útgáfa, Reykjavík, 2011. Öll bókin.
  • Ítarefni er kynnt þátttakendum í námskeiðinu.
  • Nemendur fá fyrirlestraslæður afhentar á pdf-formi ýmist fyrir eða eftir kennslu.
  • Á Facebook-síðu námskeiðsins er samfélag nemenda sem hafa tekið sambærileg námskeið hjá Nordica ráðgjöf ehf.

Kennsluáætlun

Námskeiðið er 9 lotur, og er fjallað um eitt tiltekið efni í hverri þeirra.

  • Lota 1: Leiðtogafærni hins djúpsæja leiðtoga.
  • Lota 2: Persónuleg stefnumótun og dagbók leiðtogans.
  • Lota 3: Sjálfsvitundin og atferli leiðtogans.
  • Lota 4: Heilbrigði leiðtogans og varnarhættir sjálfsins.
  • Lota 5: Sjálfskilningur leiðtogans og hagkerfi hugans.
  • Lota 6: Hugvit leiðtogans og skapandi hugsun.
  • Lota 7: Siðvit leiðtogans og siðfræðileg hugsun.
  • Lota 8: Verksvit leiðtogans og gagnrýnin hugsun.
  • Lota 9: Leiðtoginn sem sker sig úr í samfélaginu.

Kennslufyrirkomulag

    • Í fyrirlestrum er námsmarkmiðum hverrar lotu lýst, farið í grunnhugtök og grunnkenningar og efni auðgað og heimfært í fyrirlestrum og með dæmum, æfingum, sögum og öðru sem skerpir skilning nemenda á námsefni.
    • Lögð er rík áhersla á að nemendur komi lesnir í tíma!
    • Kennari mun ekki endilega fara yfir lesefni heldur bæta það upp með eigin aðferð.
    • Tekist er á við verkefni sem gagnast til að dýpka skilning nemenda á eðli leiðtogafærni.
    • Áhersla er lögð á að skoða hvernig leiðtoginn sjálfur er breyta í þeirri jöfnu sem

skipulagsheildir, fyrirtæki, stofnanir og samfélagseiningar mynda.

Námsmat: Próf og verkefni

Gefið er STAÐIÐ/FALLIÐ fyrir námskeiðið. Við mat á árangri er stuðst við eftirfarandi þætti

Krossapróf úr efni námskeiðsins
Í lok námskeiðsins er lagt fyrir tveggja klukkustunda langt krossapróf. Spurt er bæði um efni kennslubókar og um það sem unnið var með í tímum. Nánari upplýsingar um krossaprófið er að finna hér. LINKUR Á www.vogl.is/namsmat

Einstaklingsverkefni / Dagbók og einstaklingsbundin stefnumótun
Hver þátttakandi heldur dagbók og gerir einstaklingsbundna stefnumótun sem skilað er í síðustu lotu námskeiðsins.

Hópverkefni / Siðfræðilegt álitamál
Nemendahópar skili greinargerð þar sem þeir rýna siðfræðilegt álitamál og taka rökstudda afstöðu til þess.

Ástundun og mæting
Lögð er rík áhersla á að nemendur mæti í tíma og séu vel með á nótunum. Til að standast námskeiðið þarf nemandi að mæta að minnsta kosti 75% nema ef um annað er samið við kennara vegna sérstakra aðstæðna. Athugið að tekið er mið af þátttöku í sameiginlegum verkefnum og þátttakandi sem ekki sýnir samstarfi við aðra áhuga mun ekki ljúka námskeiðinu. Mætingalistar ganga um bekkinn í hverjum tíma og þátttakendur merkja við nafn sitt til stað­fest­ingar á viðveru sinni.

Vinnuálag og einingar

  • Námskeiðið Leiðtogafærni er hannað eins og það væri 6 ECTS-eininga námskeið í grunnnámi á háskólastigi samkvæmt Bologna-viðmiðunum um æðri menntun. Þannig er reiknað með að hver þátttakandi leggi á sig að minnsta kosti 120 klukkustunda vinnu í námskeiðinu. Miða má við að hver þátttakandi leggi fram 36 klukkustundir í tímasókn, 36 klukkustundir í lestur og persónulega tileinkun námsefnis, og 48 klukkustundir í verkefnavinnu.
  • Að námi loknu fá nemendur afhent skírteini ásamt yfirlýsingu frá Nordica ráðgjöf ehf. sem lýsir inntaki námskeiðsins, kröfum og námsmati. Þátttakendur geta sýnt þessi gögn verðandi vinnuveitendum, ráðgjafarfyrirtækjum, og menntastofnunum ef hugur þeirra stendur til framhaldsnáms á þessu sviði.