VOGL námið

Námsbrautin Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er þróuð af Nordica ráðgjöf ehf, en að henni standa þeir dr. Haukur Ingi Jónasson og dr. Helgi Þór Ingason sem eru einhverjir reyndustu stjórnendaþjálfarar landsins. Námsbrautin er í eigu Nordica ráðgjafar ehf en er rekin í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri.

Nordica-prófskírteini í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er staðfesting á þekkingu á þessum sviðum auk þess sem hún felur í sér vottunina Certified Project Management Associate (Level D) sem veitt er af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands fyrir hönd Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (International Project Management Association – IPMA). Í náminu læra nemendur með hagnýtum hætti aðferðir sem auka á verkefnastjórnunarlega hæfni eins og hún er skilgreind í hæfniviðmiðum Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (ICB4).

Næsti námshópur

Námið fer næst af stað haustið 2024.

Hægt er að skrá sig í námið í Reykjavík á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands

Skráning í námið á Akureyri er á vef Símenntunar Háskólans á Akureyri.

Umsagnir

Námið hefur getið sér fádæma gott orð meðal þeirra sem hafa sótt það. Eftir hvert námskeið er könnun send út til útskrifaðra nemanda og svör nokkurra eru birt hér að neðan.

Námið stóð algjörlega undir væntingum og miklu meira en það. Það kenndi mér að halda utan um og flokka þau viðfangsefni sem ég er að fást við þannig að þau verði skilmerkilegri og auðveldari að nálgast aftur.

Unnur Steinsson

Innkaupa- og vörustjóri, Lyfja hf

Ég kynntist sjálfri mér í náminu, styrkleikum mínum og veikleikum, og hvernig ég get notað verkefnastjórnun til að ná utan um viðfangsefnin mín.
Ólafía Björk Rafnsdóttir

VR

Eftir námið öðlaðist ég góðan grunn til að takast á við breytingar og nýjar áskoranir í mínu lífi og námið gerði mér kleift að skipta um starfsvettvang þó svo ég væri kominn á seinni hluta starfsævinnar.
Jens Andrésson

Elkem

Mjög svo áhugavert nám sem leiddi mig inn í nýjar víddir hugsana og gjörða. Kennsla og námsefni í hæsta gæðaflokki!
Hinrik Ólafsson

Frábær upplifun, gaf mér innri sannfæringu um að ég gæti tekið að mér flókin verkefni.
Elín Björg Jónsdóttir

BSRB

Nám sem hefur aukið víðsýni mína og göfgað mig.
Magnús Már Þorvaldsson

Vopnafjarðarhreppur

Námið veitti mér góða innsýn í þá möguleika að beita skipulagaðri og agaðri nálgun við dagleg viðfangsefni í starfi mínu.
Bjarni Jónsson

Siðmennt

Samstarfsaðilar

Símenntun Háskólans á Akureyri
Forlagið - bókaútgáfa

Vottanir og alþjóðlegar skráningar

Alþjóðleg vottun

Alþjóðleg skráning