VOGL námið
Námsbrautin Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er þróuð af Nordica ráðgjöf ehf, en að henni standa þeir dr. Haukur Ingi Jónasson og dr. Helgi Þór Ingason sem eru einhverjir reyndustu stjórnendaþjálfarar landsins. Námsbrautin er í eigu Nordica ráðgjafar ehf en er rekin í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri.
Nordica-prófskírteini í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er staðfesting á þekkingu á þessum sviðum auk þess sem hún felur í sér vottunina Certified Project Management Associate (Level D) sem veitt er af Verkefnastjórnunarfélagi Íslands fyrir hönd Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (International Project Management Association – IPMA). Í náminu læra nemendur með hagnýtum hætti aðferðir sem auka á verkefnastjórnunarlega hæfni eins og hún er skilgreind í hæfniviðmiðum Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (ICB-3).
Næsti námshópur
Námið fer næst af stað haustið 2020.
Hægt er að skrá sig í námið í Reykjavík á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands
Skráning í námið á Akureyri er á vef Símenntunar Háskólans á Akureyri.
Umsagnir
Námið hefur getið sér fádæma gott orð meðal þeirra sem hafa sótt það. Eftir hvert námskeið er könnun send út til útskrifaðra nemanda og svör nokkurra eru birt hér að neðan.
Vottanir og alþjóðlegar skráningar

Alþjóðleg vottun
